Fyrstu dagarnir. London og Prague.

ATH: Bloggin eru stundum skrifuð degi eða nokkrum áður en færi gefst til að setja það hér inn. 

Við heilsum ykkur kæra fjölskylda, vinir og kunningjar nú með okkar fyrsta bloggi úr þessu 24 daga ferðalagi um Austur-Evrópu... og smá London. 

 

Ferðalagið byrjaði kl. 6. á þriðjudagsmorgun þegar haldið var af stað á bílnum hjá ömmu og afa upp á Keflavíkuflugvöll með 5 bakpoka, samanlagt 63 kg að vopni, já og einn litinn gítar sem ber nafnið Bósi Gítár (skírður af 3 ára strákum).


  Mamma var ekki lengi að fá sína ferðalaga nafnbót en aðeins 5 mínútum eftir að við lögðum af stað frá Garðabæ stoppaði mamma bílinn og fórnaði sér í miðjusætið aftur í bílnum þar sem við fundum ekki beltið þar sem Svanhvít átti upphaflega að sitja. ,,NEI, ég sit þá þar!" Gat þetta verið mikið meira mömmulegt? - Þess vegna fær mamma nafnbótina; Mamma.

Mamma Mamma að fórna sér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En jæja, við tékkuðum okkur inn sem gekk sinn vanagang, fyrir utan kannski eitt mjög skemmtilegt móment sem undirstrikar það hversu mikið við erum í túristahlutverkinu, því starfsmaður flugvallarins, í Keflavík, á Íslandi ávarpaði okkur á ensku þar sem hann bauð okkur að vera næst í röðinni. ,,You can just go a head and check in here", sagði hann og leit á okkur. Ég var nýbúin að heyra hann tala íslensku og leit því í kringum mig í leit af einhverju öðru fólki sem hann gæti mögulega verið að tala við. Ég sá enga nema fjölskyldumeðlimi mína, svo ég sagði bara;, Uuuu...jájá?" En Svanhvít leit á hann og sagði;, Við erum sko öll íslensk". Strákurinn í fínu flugvallarstarfsmanna-jakkafötunum sínum var ekki lengi að svara og sagði ,, Yes, but I´m English". - GÓÐÖÖR!

 

                                                                     4 af 5 bakpokunum 

 

 

Þegar við lentum í London á Gatwick flugvelli eftir alveg hreint indæla flugferð, þá sérstaklega af minni og Pálma hálfu þar sem við vorum ábyggilega bara vakandi svona 3 mínútur alla leiðina, þá var haglél! JEYJJ! Við víkingarnir lifðum það svosem af, nema mamma mamma var reyndar næstum flogin á hausinn í hálkunni á leið út úr vélinni því hún var á mjög svo sleipum sandölum. Við tókum lest að hostelinu sem mamma Mamma var búin að panta fyrir okkur þar sem við gistum í svo kölluðu dorm-i.. eða vist. En þar voru 3 kojur, við krakkarnar komum okkur fyrir í 3 efri, mjög svo brakandi kojunum og mamma, pabbi og einhver enskur hermaður í námi voru í þeim neðri. Afar indælt að deila herbergi með 5 manna fjölskyldu frá Íslandi örugglega;) Pabbi tók sig vel út og hefur fengið sína ferða-nafnbót; Prinsessan á bauninni enda þekktur fyrir lítt annað en að vera með hinar ólíklegustu aðfinnslur varðandi svefn-stæði og umhverfi í gegnum tíðina.

 

Í dorm-inu.

 

 Prinsessan á bauninni

 

Eftir að við tjekkuðum okkur inn á hostelið fórum við í leit að æti og enduðum á bar þar sem við gæddum okkur á samloku. Ekkert svo góðri samt, og ekkert svo ódýrri heldur. London er dýr. Þessi 28 tíma London snúningur okkar einkenndist síðan aðallega á einhverju vappi í leit að fæði, klósettum, réttum lestum og rútu. Jú, og við sáum líka Buckingham Palace. Það var géðveikt! - Eins og sjá má á þessari mynd.

Svaka stuuuuuuð! 

Það sem stóð upp úr í allri London ferðinni var feiti, mjóróma, mjög svo bresku-mælandi rútubílstjórinn á leið út á flugvöll. Hann var með uppistand bæði áður en við lögðum af stað og svo rétt áður en við komum upp á flugvöll, við góðar undirtektir okkar ferðalanganna. Mjög fyndið.

 

Reyna að vera eins flippuð og fyndin eins og rútubílsstjórinn 

 

Við lentum í Prague um kl. 22 á staðartíma. Við vorum svo heppin að fólkið sem lánaði okkur íbúðina sína Í Prague ( í gegnum Intervac... þau munu einnig fá okkur íbúð í Garðabæ að láni í júlí ) sóttu okkur á flugvöllinn. Indæl stelpa sem var hörð á því að vera 22 ára ( samt fædd 1988?? ) með áberandi fallegt, sítt hár niður á rass og krúttlegi pabbi hennar sem talaði lítið sem enga ensku vísuðu okkur í 7 manna bíl þar sem leið okkar lá í ,,Pent-house" íbúðina sem við myndum gista í næstu 2 nætur.

 

Túrista-nördar með krútt fólki:) 

Íbúðin var svona: Hún var í kjallara í gamalli, illa farinni blokk, hún var mjög lítil, mikil fúkkalykt, enginn hiti og prumpulykt í ísskápnum. Sumir höfðu orð á því að þetta væri algjört hreysi... en við komumst þó öll að þeirri niðurstöðu að móttökurnar og velvild fólksins sem átti hana vóg upp á móti ástandi íbúðarinnar. Við bjuggumst heldur ekki við miklu, enda allt annar standard hér í landi en við erum vön. Fólkið sjálft býr heldur ekki í þessari íbúð heldur býr það úti á landi en notar hana þegar þau eru í borginni. Eftir að við kvöddum feðginin sem áttu um 5 klukkutíma akstur í vændum ( ég veit...þau voru mjög indlæl .) fórum við út í super-markað sem heitir Tesco sem var í nokkurra metra fjarlægð frá okkur og er víst stærsti sinnar tegundar hér í landi. Hann var líka mjög stór!..og það sem meira skiptir máli.. með mjööög ódýran bjór! Feðginin voru búin að segja okkur að bjórinn væri mjög ódýr hér í Tékklandi en við sögðumst ekki trúa þeirri upphæð fyrr en við myndum sjá það með eigin augum. - Til að gera langa sögu stutta þá höfum við krakkarnir ákveðið að flytja til Tékklands í haust enda vístitalan okkar oftar en ekki mæld í bjór. - DÍÍÍÍJÓÓÓK! ( or is it? ) Við misstum okkur svolítið í Tesco og keyptum 3 fulla poka af ostum, víni, bjór og morgunmat. Alveg ferlega grand á því í fínu íbúðinni okkar=) Matur og áfengi er mjög ódýrt hér í Tékklandi, það er nokkuð ljóst.

Í ,,nammi 

 

Við vöknuðum frekar snemma daginn eftir og tókum tram niður í bæ. Það var frekar kalt, en sem betur fer höfðum við vit á því að taka með okkur nokkrar hlýrri flíkur. Hitinn fór þó hækkandi með deginum og þegar þetta er skrifað, deginum eftir er komin 17 stiga hiti.. og á að hækka ennþá meira með dögunum=)

 Vel klædd í traminu á leið í gamla bæinn

 

Vá, vá, VÁ hvað Prague er falleg borg! Án efa sú fallegasta sem ég, undirrituð hef séð og tel ég mig nú alveg hafa séð nokkrar fallegar borgir. Við eyddum síðan restinni af deginum í að skoða bæinn, setjast niður hér og þar, sötra ódýran bjór, borða og spjalla saman. Ótrúlega notalegt. 

Nema kannski eitt...

 

Sagan um þegar bókstaflega var gefinn skítur í okkur

Einu sinni vorum við fjölskyldan í Prague og þá kom allt í einu ein dúfa í vígahug, flaug yfir okkur og miðaði með rassinum á mig, mömmu, Pálma, Svanhvíti og pabba og og kúkaði á okkur öll.  Nema pabba sem var í skjóli undir sólhlíf.

Við elskum ekki dúfur lengur, enda lyktuðum við af dúfuniðurgangi restina af deginum. Þetta var grænt, lint, og illa lyktandi.

 

Endir.

 

 STAY AWAAAAAAY!!!

Heimska dúfa

Á Charles Bridge sem er alveg ótrúlega glæsileg með undurfögru útsýni yfir stóru glæsibyggingarnar á hæðunum í kring og á nærliggjandi árbakkum árinnar Vlava sáum við mjög skemmtilega götu-tónlistarmenn sem heilluðu margan manninn upp úr skónum með skemmtilegum hljóðfæraleik, söng og gleði en einna helst vakti aldursforseti hljómsveitarinnar athygli en hann spilaði með einskærri einlægni og snilld á þvottabretti og notaði til þess bæði píska og einhversskonar fingurbjargir. Ótrúlega skemmtilegt. Nokkrum klst síðar, þegar við löbbuðum brúna til baka var komin maður sem spilaði m.a. slagara með Janis Joplin á vínglös. Mjög gaman að sjá og heyra.

 

Mamma Mamma og pabbsi á Charles Bridge

 

 

Við enduðum mjög yndislegan dag í ótrúlega fallegri borg á því að borða alveg hreint ágætan mat á pizza stað í miðbænum en það tók hvorki meira né minna en klukkutíma að finna stað þar sem, takið eftir, voru veitingastaðir að meðaltali á tveggja metra millibili. En það var vegna þess að suuuumir, sem áttu að velja hvar við myndum borða í þetta skiptið ( pabbi, aka. prinsessan á bauninni ) voru með valkvíða og ráfuðum við því í halarófu á eftir honum á milli hvers staðarins á fætur öðrum en enduðum svo á þessum tiltekna pizzastað. Við tókum síðan tram-ið heim og fórum tiltölulega snemma í rúmið. Í morgun vöknuðum við missnemma. Mamma mamma, Svanhvít, Pálmi og að sjálfsögðu Prinsessan á bauninni vöknuðu við fyrsta ,,hanagal", eldsnemma um morguninn en það voru semsagt einhverjar viðgerðir í gangi á fínu blokkinni sem skapaði mjög, mjög mikinn hávaða... Eða það heyrðist mér á öllu... ég svaf hin værasta, rumskaði aðeins við Svanhvíti og mömmu sem stóðu yfir mér og undruðu sig á því af hverju í ands******* ég væri ekki búin að vakna við þennan óhemju háváða sem ómaði um allt.. enda var verið að bora með steinbor og lamið með sleggju í veggina fyrir utan íbúðina. Pabbi og Pálmi tróðu í sig eyrnatöppum og reyndu að kúra sér lengur sem gekk svona upp og ofan. - Það voru allir komnir á fætur um 10 leytið en þá voru mamma og Svanhvít farnar í uppáhaldsbúðina okkar, Tesco að versla fyrir nokkurra daga dvöl í sumarhúsi sem við redduðum okkur í gegnum Intervac síðuna. Pabbi og Pálmi fóru að ná í bílaleigubíl og ég fór á kaffihús að gera skrifa þetta tiltekna blogg.

 

Nú erum við í bílnum á leið í sumarhúsið, nálægt Lazne Bolorad sem er 1 og hálfum tíma norð-austan við Prague. Ferðin á sér skemmtilegt upphaf og erum við bara spennt að sjá hvað framhaldið hefur í för með sér, horfum nú dreymandi út um glugga bílsins, raulum með kunnugri tónlist úr Ipodnum hennar Svanhvítar sem við stilltum við útvarp bílsins á milli þess sem Pálmi vísar pabba veginn úr GPS-tækinu. Mömmu mömmu var vísað frá störfum við það hlutverk og hent í aftursætið, í þetta skiptið, ósjálfviljug.

 

 

Þangað til næst,

GuðnýGígja eyðslukló.

 Ferðalína afmælisbarn og Bósi Gítár.

 

( Ég er semsagt búin að vera að lifa ansi ,,dýrt" hérna í Tékklandinu þar sem ég hef keypt mér meira af vatni en bjór sem stundum hefur verið dýrara. ,, Það er aldeilis verið að leyfa sér" segja þá hinir í gamni - Ho ho ;) )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega gaman að heyra í ykkur frábæra fjölskylda! Og elsku bestasta Guðnýjan mín, til lukku með daginn þinn. Njóttu!!!!

Gugga (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 11:25

2 identicon

Elska ykkur! Mikið hafið þið gott af þessu. Ég hef varla getað lesið ég er búin að hlægja svo mikið  ( Sé prinsessuna á bauninni í anda vegna svefnaðstæðanna) Kveðja, amma Svanhvít

Svanhvit sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 11:33

3 identicon

Hættu nú alveg hvað þetta var skemmtilegt blogg! Ég slæ mér bara á lær!

Ég er búin að kaupa mér miða með næstu vél til Prag... einungis vegna lýsinganna á fegurð borgarinnar, alls ekki vegna ódýra bjórsins, alls ekki!!!

Annars, þetta með svefninn, ég verð að segja að það kom mér mjög svo á óvart að þú hefðir sofið gegnum höggbor, mjög svo. Ég er í sjokki, sjokki segi ég!!!

Og þetta með dúfuna.... LOL LOL LOL LOL LOL!!!

Hlakka til að heyra meira af ferðalögum ykkar, dásamlega fjölskylda! :) Kv, Klara sem er að læra fyrir próf... svoooo gaman :)

P.S. Til hamingju með afmælið kæra Guðný Gígja!! :)

P.P.S. Pálmi - ég var að rifja upp í gær þegar við grétum yfir Nine Pounds á Koh Tao... það var falleg stund!

Klara (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 11:56

4 identicon

Hahahahahaha, ok það er kannski gaman hjá ykkur, en það verður sjúklega gaman hjá okkur næstu vikurnar ef þið haldið áfram að skrifa svona skemmtileg blogg! Knús á hópinn. Dóraj

DóraJó (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 14:05

5 identicon

Mér finnst þetta ekkert fyndið blogg - djóóók !

Hlakka til að lesa næstu skrif :)

Hrikalega góðar kveðjur og knús á ykkur öll.

Konan með fallegu tærnar eins og Mamma mamma ;)

Þóra Sig (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 15:51

6 identicon

HAHAH þið eruð nú meiri snillarnir !! og dúfnaskíturinn JESÚS minn djöfulls vanvirðing af dúfunni!! :)

Ekkert smá gaman að fylgjast með ykkur hérna!!

Knús og kram á ykkur öll og NJÓTIÐ þessa daga :)

Helga Sara (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 20:15

7 identicon

hahahahaha

Gunnhildur (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 20:37

8 identicon

Vá, hvað er gaman hjá ykkur!!  Og ótrúlega skemmtilegt blogg hjá Guðnýju, það verður erfitt að toppa þetta blogg.  Meira að segja stafsetningarvillan "Indlæl" var mjög skemmtilegt.  Hlakka til að fylgjast meira með ykkur.  Góða skemmtun! :)

Jörundur (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 21:38

9 identicon

Frábært blogg hjá þér og skemmtilegar myndir.  Bestu kveðjur héðan til allra! 

Rannveig Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 00:40

10 identicon

hahahaha ..sko upphátt!

hlakka til að lesa næsta blogg :)

Guðrún Leifdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband