Hætt hjá Grunnskóla Vesturbyggðar og Grunnskóla Tálknafjarðar

og er bara í Þekkingarsetrinu núna, 80% hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og 20% Vinnumálastofnun.  Það verður að segjast eins og er að það er léttir.  Ég get þá einbeitt mér að nýju vinnunni og hlakka bara mikið til. 

Ég var að setja inn myndband af Gígjunni minni og vinkonu hennar sem tóku þátt í söngkeppni framhaldsskólanna í Flensborg í vetur.  Endilega skoðið.  Þær eru flottar.

Það var fínt í golfferðinni.  Þó aðeins of stutt ferð fyrir minn smekk.  Maður var nú ekkert að lækka sig í forgjöf núna en það kemur kannski í sumar.

Ég er að klára æfingaaksturinn í þessari viku og tek mótorhjólaprófið eftir næstu helgi.  Þetta er svoooo gaman.......ég sé pínu eftir að hafa ekki gert þetta fyrr.  Ég er voða stirðbusaleg og stundum pínu skelkuð en þetta er allt að komaCool

 


Er farin utan.

Bless á meðan....ætla að ,,golfast" í 3 daga í Englandi.  Það verður fínt.

 


Heimildakvikmyndahátíðin ,,Skjaldborg"

heppnaðist einstaklega vel. Við megum vera stolt.  Ég held að gestirnir hafi verið mjög ánægðir, ekki var annað að heyra og við vorum mjög ánægð með gestina. Ég var ánægð með valið á myndinni ,,Kjötborg" sem fékk verðlaunin, hún var frábær. Ég náði að sjá nokkrar og einnig nokkur verk í vinnslu.  Svakalega held ég að við verðum slegin að sjá alla myndina ,,Götubörn - Katja" í heild sinni ...úff. Sá smá bút úr henni og skrifa bara aftur úff, ég var búin á sálinni. Frábær helgi!


Sólríkur dagur í firðinum fagra

Að fara á fætur á sólríkum degi, þvílíkur munur.  Ætli ég sé haldin veðurpersónuleikaklofa?

Fjörðurinn fagri skartar sínu fegursta í dag. Litlu snjóhrúgurnar sem í vetur voru voldugur skafl í bakgarðinum hjá mér hafa þrjóskast við að hverfa en voru bornar ofurliði í morgun.

Nemendur mínir eru svo duglegir. Ég er svo stolt af því að nokkrir þeirra hafa verið að hjálpa til í Sjóræningjahúsinu hér á Patreksfirði.  Þar er allt á fullu, frágangi fyrir prufuopnun þarf að vera lokið fyrir hvítasunnuhelgi. Mikið álag er á þeim Öldu og Davíð þannig að hvert aukahandtak er vel þegið. Frábært framtak og mikil lyftistöng fyrir samfélagið okkar og ferðamenn.


Undirbúningur Skotlandsferðar.

Já, við erum á fullu að undirbúa ferðina.  Við erum sem sagt að ákveða leiðina sem við förum og hvar við ætlum að gista.
Við förum frá Glasgow til Aberdeen og náum í mótorhjólið þar.  Þaðan förum við upp með strandlengjunni í þorp sem heitir Crovie,

    

alveg svaka skemmtilegt að sjá á myndum. Við förum svo þaðan niður til Glenfiddish og stoppum auðvitað á leiðinni, kannski gistum við í einhverju smáþorpi ef okkur líst vel á.  Síðan förum við aftur til Ballachulish, Image:Balachulish.JPG

 

þar sem við gistum í fyrra. Í nágrenni Ballachulish ætlum við að hitta einhvern kall sem Skjöldur kannast við, hjá Fort William og þaðan ætlum við að fara á einhverja af eyjunum við vesturströndina.  Við erum ekki búin að ákveða hvaða eyju við ætlum að heimsækja.....er einhver kunnugur þessu svæði og getur bent okkur á eitthvað voða sniðugt?  Við erum auðvitað frekar stressuð yfir þessu öllu en maður verður að taka sénsa í lífinu, ekki satt?

En fyrst förum við til Englands í golf, þann 16.maí - 19. maí.  Það verður líka gaman en kannski ekki svona mikið ævintýri!

Skjöldur var að fara suður til tannlæknis.  Kemur aftur á mánudaginn með Guðnýju Gígju með sér.  Hún er byrjuð í prófum, fer í tvö próf og ætlar að lesa undir síðasta prófið heima í firðinum fagra.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband