Myndir af Iðu!

Búin að taka nokkrar myndir af Iðu litlu.....er hún ekki sæt?????????Að horfa á ,,mömmu sína

 Kveðja,

MajaKissing


Búin að fá strákana mína heim

Skjöldur kom í morgun kl. hálf ellefu.  Þurfti að sofa í Reykhólasveitinni Shocking Ég var búin að segja honum að hann myndi ekki komast alla leið, en hann vildi ekki gefa sig!!

Pálmi kom síðan í kvöld af Samkaupsmótinu.  Hann er að þjálfa 4. og 5. flokk hjá Herði hér á Patreksfirði og þurfti að fara með þau á körfuboltamót í Reykjanesbæ.  Það gekk víst bara voða vel en ég er rosa glöð yfir því að vera búin að fá hann heim.

Ég byrja með seinna tölvunámskeiðið á morgun.  Það er framhald af grunnnámskeiðinu sem lauk fyrir þremur vikum.  Þetta mun standa yfir í 4 - 5 vikur. 

Stelpurnar mínar urðu báðar bikarmeistarar um helgina!!! Til hamingju með það stelpur!

Jæja, ætla að fara að sofa núna.

Kveðja,

MajaKissing


Fyrsta bloggfærsla

Jæja, þá er komið að því.  Nú ætlar Maja að blogga. Whistling

Ég sit hér við eldhúsborðið og var að fá fréttir af Skildi.  Hann kom frá Frakklandi í dag og var auðvitað svo æstur að komast heim til sín að hann lagði af stað út í vonda veðrið og viti menn........ auðvitað kemst hann ekki alla leið!!  Hann er stopp í Reykhólasveitinni og þarf að snapa sér gistingu í Mýrartungu.  Jæja, það er betra en að vera fastur í skafli upp á einhverri heiðinni.  Crying

Iða er ennþá hjá mér.  Iða er labradortík, tveggja mánaða krútt.  Hún er reyndar eitthvað slöpp sýnist mér, rauðeyg og skrítin. 

Ég veit nú ekki enn hvort að við getum haldið henni.  Skjöldur er með ofnæmi og þarf að fara til ofnæmissérfræðings til að fá grænt ljós á sprautumeðferð.  Vonandi gengur það.

Ég ætla að láta þetta duga í bili.

Kveðja,Kissing

Maja


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband