Færsluflokkur: Bloggar
Heimildakvikmyndahátíðin ,,Skjaldborg"
13.5.2008 | 23:29
heppnaðist einstaklega vel. Við megum vera stolt. Ég held að gestirnir hafi verið mjög ánægðir, ekki var annað að heyra og við vorum mjög ánægð með gestina. Ég var ánægð með valið á myndinni ,,Kjötborg" sem fékk verðlaunin, hún var frábær. Ég náði að sjá nokkrar og einnig nokkur verk í vinnslu. Svakalega held ég að við verðum slegin að sjá alla myndina ,,Götubörn - Katja" í heild sinni ...úff. Sá smá bút úr henni og skrifa bara aftur úff, ég var búin á sálinni. Frábær helgi!
Bloggar | Breytt 6.6.2008 kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sólríkur dagur í firðinum fagra
6.5.2008 | 14:41
Að fara á fætur á sólríkum degi, þvílíkur munur. Ætli ég sé haldin veðurpersónuleikaklofa?
Fjörðurinn fagri skartar sínu fegursta í dag. Litlu snjóhrúgurnar sem í vetur voru voldugur skafl í bakgarðinum hjá mér hafa þrjóskast við að hverfa en voru bornar ofurliði í morgun.
Nemendur mínir eru svo duglegir. Ég er svo stolt af því að nokkrir þeirra hafa verið að hjálpa til í Sjóræningjahúsinu hér á Patreksfirði. Þar er allt á fullu, frágangi fyrir prufuopnun þarf að vera lokið fyrir hvítasunnuhelgi. Mikið álag er á þeim Öldu og Davíð þannig að hvert aukahandtak er vel þegið. Frábært framtak og mikil lyftistöng fyrir samfélagið okkar og ferðamenn.
Bloggar | Breytt 15.5.2008 kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Undirbúningur Skotlandsferðar.
4.5.2008 | 13:19
Já, við erum á fullu að undirbúa ferðina. Við erum sem sagt að ákveða leiðina sem við förum og hvar við ætlum að gista.
Við förum frá Glasgow til Aberdeen og náum í mótorhjólið þar. Þaðan förum við upp með strandlengjunni í þorp sem heitir Crovie,
alveg svaka skemmtilegt að sjá á myndum. Við förum svo þaðan niður til Glenfiddish og stoppum auðvitað á leiðinni, kannski gistum við í einhverju smáþorpi ef okkur líst vel á. Síðan förum við aftur til Ballachulish,
þar sem við gistum í fyrra. Í nágrenni Ballachulish ætlum við að hitta einhvern kall sem Skjöldur kannast við, hjá Fort William og þaðan ætlum við að fara á einhverja af eyjunum við vesturströndina. Við erum ekki búin að ákveða hvaða eyju við ætlum að heimsækja.....er einhver kunnugur þessu svæði og getur bent okkur á eitthvað voða sniðugt? Við erum auðvitað frekar stressuð yfir þessu öllu en maður verður að taka sénsa í lífinu, ekki satt?
En fyrst förum við til Englands í golf, þann 16.maí - 19. maí. Það verður líka gaman en kannski ekki svona mikið ævintýri!
Skjöldur var að fara suður til tannlæknis. Kemur aftur á mánudaginn með Guðnýju Gígju með sér. Hún er byrjuð í prófum, fer í tvö próf og ætlar að lesa undir síðasta prófið heima í firðinum fagra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flensa - oj bara!
2.5.2008 | 10:20
Ég lá í flensu í gær. Er reyndar enn ,,drulluslöpp" og með einhverjar kommur en mætti í vinnu eins og fífl. Ég er með 7.bekk í tölvutíma og þau eru svo dugleg að vinna, þessar elskur, að mér gefst alveg tóm til að rita nokkrar línur hér.
Hvítasunnuhelgina 9. -12. maí verður Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, haldin í annað sinn á Patreksfirði. Fullt af nýjum heimildamyndum verða sýndar og við bæjarbúar ættum að fjölmenna og sýna í verki hve ánægð við erum með þessa hátíð. Ég fór á nokkrar myndir í fyrra og hefði viljað fara á fleiri, ég bara komst ekki, það var vinnuhelgi á Hlaðseyri. Ég bauð Geir Gestssyni hjálp ef hann getur notað mig eitthvað þetta árið og vonandi notfærir hann sér það. Það er geðveik vinna að undirbúa og halda utan um svona batterí og á Geir lof skilið fyrir þá vinnu.
En nóg í bili.
Maja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gott veður/vonskuveður
30.4.2008 | 15:55
Nú er sumar, gleðjist gumar
gaman er í dag.
En mér skilst að sælan standi stutt......það er búið að spá stormi og stórhríð hér á Patreksfirði á laugardag. Voðalega finnst mér erfitt að trúa því þegar veðrið hefur verið svona gott.
Ég fór rúnt á mótorhjólinu inn á golfvöll og það gekk bara þrusuvel. Var með fertuga kallinn aftan á. Hann er nú ekkert léttur! Ég ók á malarvegi upp að golfskála og ...djö..... þetta er miklu erfiðara heldur en ég bjóst við. Ég var bara þokkalega þreytt í litlu höndunum mínum eftir það. Ég er náttúrulega ekkert gölluð (kannski smá ,,gödluð" en ekki mikið) í svona sport, bara með mína lopavettlinga og solleis. Maður þarf víst að galla sig upp, ekki bara upp á ,,lúkkið" heldur er það líka mikið öryggisatriði!
Ég sagði krökkunum mínum að ég ætlaði að fá mér leðurjakka með kögri og leðurbuxur....þeim fannst það ,,kúl"! Hehe!
Hvernig líst ykkur á þennan????? Er hann ekki svolítið ,,ég"??????
Only those who dare to fail greatly can ever achieve greatly!
Maja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Blogga Bloggsdóttir
28.4.2008 | 13:54
Ó já, það er ég!
Ég hef ekki verið þekkt fyrir annað en að vera ótrúlega dugleg að blogga.
Allt gengur sinn vanagang í mínu lífi, börnin plumma sig vel og þá er nú eiginlega allt annað í góðu lagi.
Fyrir þá sem ekki vita er ég búin að færa manninum mínum fertugsafmælisgjöfina...mótorhjólaferð um hálendi Skotlands í viku! Ég fylgi auðvitað með og er því að taka mótorhjólaprófið, er í æfingaakstri þessa dagana. Það gengur bara ágætlega miðað við aldur og fyrri störf, hehe. Ég held að ég sé spenntari en fertugi kallinn!
Í skólanum er skemmtilegt að vera! Nemendurnir eins og lömb að vori, vilja helst vera úti að hoppa en ekki inni að drekka í sig fróðleik um bragfræði eða orðflokka!
Jæja, allt er gott sem endar vel og þessi færsla endar mjög vel!
Setti inn nokkrar myndir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gleðilega páska!
9.4.2007 | 12:00
Já, ég vissi það!! Ég er drullulélegur bloggari, en ætla aðeins að reyna að bæta úr því núna.
Við komum frá Skotlandi 5. apríl og fórum beint af flugvellinum í fermingarveislu á Selfossi og þaðan beint vestur. Vorum komin um hálf tvö eftir miðnætti. Guðný Gígja og Pálmi Snær komu með en Svanhvít Sjöfn varð eftir af því að þær stelpurnar eru að keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Þær unnu Keflavík á laugardaginn þannig að nú þurfa þær bara að vinna leikinn á þriðjudaginn og þá verða þær Íslandsmeistarar aftur!!!! Koma svo stelpur!!! Verst að geta ekki verið á leiknum
Skotlandsferðin var draumur í dós! Við lentum í Glasgow þann 30. mars og bókuðum okkur strax inn á hótelið. Síðan lá leið niður í bæ og við fengum okkur að borða á ítölskum veitingastað ,,Bella Italia", fínn staður! Sátum þar og stútuðum einni rauðvínsflösku og spjölluðum. Voða næs! Síðan gengum við um bæinn og versluðum aðeins, ég komst á bókaútsölu og keypti mér þrjár kiljur, Skjöldur var aftur á móti í hálfgerðum vandræðum eins og oft áður....... sko með klósettleysi. Hann hljóp eins og brjálaður maður (og þið getið ímyndað ykkur holninguna á honum) til þess að reyna að finna klósett!!! Honum verður svo óskaplega oft brátt í brók, greyinu!!!! Alveg merkilegt, sérstaklega þegar við erum að ferðast. Ég ætla ekkert að vera að telja upp hvert einasta skipti sem við (hann) lentum í þeim aðstæðum að þurfa að þjóta upp til handa og fóta til að finna klósett, en þau voru ansi mörg! En þetta reddaðist hjá honum og hann fann mig aftur að lokinni klósettferð, ég var ennþá inni í bókabúð.
Við borðuðum dýrindis kvöldverð á hótelinu og fórum snemma að sofa....já snemma!! Kl. 20.30 var ég farin að hrjóta!! Við töluðum nú um að það væri ekkert að marka því við höfðum sofið svo lítið nóttina áður, en viti menn, þetta var svona alla ferðina. Ég hef aldrei á ævinni farið svona snemma að sofa mörg kvöld í röð!!! Eeeeeen það var ljúft!
Daginn eftir þurftum við að fara og ná í bílaleigubíl því ferðinni var heitið eitthvað út í buskann. Það reyndist ekki eins auðvelt og við höfðum gert ráð fyrir því að konan á bílaleigunni vildi bara alls ekki taka ökuskírteinin okkar gild! Við erum reyndar ennþá með þessi bleiku gömlu en það var búið að tjá okkur það á Fróni að þau væru tekin gild. Oj hvað hún var leiðinleg en... ,,nóta bene" eina leiðinlega manneskjan sem við töluðum við alla ferðina. Við fórum þá í fússi á aðra bílaleigu og allt gekk eins og í sögu þar!! Keyrðum af stað á litlu rauðu púddunni og það lá við að Skjöldur Pálmason andaðist!! Hann fór í þvílíka oföndun af stressi að ég hélt að hann myndi gefa upp öndina Að keyra í vinstri umferð í fyrsta skipti og það í stórborg...ó mæ godd!! Það hafðist þó allt saman og okkur fannst við mjög ,,cool á ðí" það sem eftir lifði ferðar.
Frá Glasgow fórum við norður á bóginn. Við fórum upp með Loch Lohman, vorum mjög heppin með veður 14 stiga hiti og sól. Þaðan keyrðum við áfram norðvestur í þorp sem heitir Ballachullish (ég held að það sé skrifað svona). Þar fundum við okkur Bed and breakfast og komum okkur fyrir þar. Fórum síðan að labba um. Rosalega fallegur staður. Við skelltum okkur á ,,lókal pöbbinn" og þar voru ,,lókal" fyllibyttur eins og alls staðar. Æi hvað vínið getur farið illa með fólk. Allir voða vingjarnlegir eins og alls staðar þar sem við komum.
Daginn eftir fórum við af stað um 9 til þess að keyra aftur suður á bóginn, en í þetta skiptið í suðvestur í átt til Edinborgar. Þar lá leiðin suður fyrir Edinborg þar sem við vorum búin að panta okkur herbergi í kastala. Ferðin gekk vel, við stoppuðum hér og þar því að veðrið var svo gott og fengum okkur auðvitað reglulega að borða, það má ekki gleyma því, höhömm!!
Kastalinn var VÁ! Svakalega gamall, frá því um 1100 og er elsta hús sem búið er í á Skotlandi. Hann heitir Traquair kastali og lítur svona út:
Þetta var ævintýri og okkur leið eins og við værum komin aftur í tímann þarna inni. Set inn myndir síðar. Við sváfum þarna eina nótt og höfðum það æðislega gott. Löbbuðum um í skóginum og hittum skartgripagerðarmann sem var að smíða skartgripi með keltnesku mynstri. Skjöldur keypti hálsmen handa mér, ógurlega flott!!
Við fórum þaðan til Edinborgar og það er falleg borg! Miklu fallegri en Glasgow. Þar vorum við í 2 nætur borðuðum, drukkum , skoðuðum, sváfum o.s.frv. rosa fínt. ´
Ég verð nú samt að segja frá því þegar við vorum að keyra inn í borgina og reyna að finna hótelið. Það var staðsett í miðri borg´nánar tiltekið í götunni fyrir ofan aðalgötu Edinborgar, Princes street. Við fundum leiðina og vorum að kafna úr stressi, sérstaklega Skjöldur sem var í þann mund að fá oföndunarkast aftur, þurftum að finna götu til þess að keyra upp úr aðalgötunni og jú við fundum hana, vorum rosa glöð, ég brosti og varð litið til hliðar, þurfti þá að líta upp því það var strætó við hliðina á mér, bílstjórinn brosti og hristi hausinn, ég brosti á móti svolítið hissa á að hann væri ekki að dáðst að því hve dugleg við værum, mér varð litið á malbikið, æ, æ, þar stóð: Only for buses!!!! Við vorum þá þarna á rauðu púddunni, umkringd strætisvögnum og bílstjórar þeirra hristu bara hausinn. Oh, hvað þetta var gaman. Við hlógum mikið! En hallærislegt um leið!
Frábær ferð! Set inn myndir bráðum
Kveðja,
Maja
Bloggar | Breytt 4.5.2008 kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mjög góður sunnudagur!
18.3.2007 | 22:29
Þessi dagur er búinn að vera alveg frábær.
Vaknaði kl. 8.30 og fór að sinna Iðu . Síðan lágum við hjónin nokkra stund yfir tölvunni til að leita að hóteli í Skotlandi. Já, við ætlum að skella okkur þangað í 6 daga í páskafríinu og ætlum bara að fara tvö. Það höfum við aldrei gert áður og ég er viss um að það er frábært þó að auðvitað sé alltaf gaman að vera í góðum félagsskap líka. Við fundum skemmtilegt kastalahótel svolítið norðan við Glasgow sem okkur líst mjög vel á og ég panta það líklega á morgun. Verðum reyndar bara eina nótt þar og ætlum svo bara að flakka um og sofa þar sem okkur dettur í hug.
Eftir að leit var lokið útbjó ég ,,óhollustubrunch" að hætti Englendinga. Það var ljúft að skola honum niður með góðum ávaxtasafa!
Síðan var förinni heitið á Hlaðseyri til þess að leyfa hundspottinu að hlaupa aðeins um úti í náttúrunni sem skartaði sko sínu fegursta í yndislegu veðri, köldu, stillu og sólríku. Við gengum um með henni og Pálmi Snær æfði sig að keyra, fram og til baka, fram og til baka og aftur fram og til baka. Ótrúlegt að hann skyldi ekki svima af öllum þessum fram og til baka akstri. En hann var hinn glaðasti .
Við toppuðum síðan daginn með því að fara í sundlaugina. Verðum auðvitað að baða okkur eins og annað fólk og það getum við ekki gert heima hjá okkur þessa dagana af því að það er búið að rífa allt út af baðherberginu.
Frábær fjölskyldudagur!
Kveðja,
Maja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Myndir af Iðu!
14.3.2007 | 12:33
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Búin að fá strákana mína heim
11.3.2007 | 22:34
Skjöldur kom í morgun kl. hálf ellefu. Þurfti að sofa í Reykhólasveitinni Ég var búin að segja honum að hann myndi ekki komast alla leið, en hann vildi ekki gefa sig!!
Pálmi kom síðan í kvöld af Samkaupsmótinu. Hann er að þjálfa 4. og 5. flokk hjá Herði hér á Patreksfirði og þurfti að fara með þau á körfuboltamót í Reykjanesbæ. Það gekk víst bara voða vel en ég er rosa glöð yfir því að vera búin að fá hann heim.
Ég byrja með seinna tölvunámskeiðið á morgun. Það er framhald af grunnnámskeiðinu sem lauk fyrir þremur vikum. Þetta mun standa yfir í 4 - 5 vikur.
Stelpurnar mínar urðu báðar bikarmeistarar um helgina!!! Til hamingju með það stelpur!
Jæja, ætla að fara að sofa núna.
Kveðja,
Maja
Bloggar | Breytt 15.3.2007 kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)