18.-21.maí Sumarhúsið í Tékklandi og ferðin til Slóvakíu

Komiði sæl og blessuð. Þegar GuðnýGígja skildi við ykkur þá vorum við stödd í bíl á leiðinni frá Prague til Wiz Khalifa (heitir víst Céska Lipa, ég var í smá stund að ná því) í Tékklandi, þar hittum við góðvin okkar Dr.Tomaash sem mamma Mamma kynntist í gegnum Intervac húsaskiptissíðuna á veraldarvefnum. Dr.Tomaash og fjölskylda eiga sumarhús í Tékklenskri sveitasælu sem þau leyfðu okkur að vera í í nokkra daga, á stað sem heitir Lazne Belohrad nánar tiltekið í Horní Nova Ves a.k.a. Grafarholtið. Það er lítið sem mamma Mamma heldur, hún VEIT! Hún vill meina það að þar sem Horni Nova Ves(Vestur Graðholt) sé í útjaðri við Lazne Belohrad að það sé svona suburbs eins og Grafarholtið í Reykjavík. Ég veit ekki hversu oft mamma Mamma hefur látið út úr sér staðhæfingar í ferðinni sem byrja einhvernvegin svona: ,,Þetta er..." eða ,,Tékkar eru..." eða ,,Jaá, svona er nefnilega..." við erum eiginlega hætt að kippa okkur upp við þetta, lítum bara á hvert annað og segjum öll í kór ,,jaaá oookei". Allavega, þegar þangað var komið mætti okkur 8 metra eiturslanga á tröppunum fyrir utan sumarhúsið, eða þannig hljómaði það á stelpunum....Snákurinn ógurlegi  eftir frekari athugun kom þó í ljós að þetta var bara smá snákur og í þokkabót var hann steindauður. Undirritaður kippti sér ekkert rosalega uppvið þetta og sparkaði snáknum útí garð - haarður!...eeekki varði það mjög lengi, því þegar inn var komið kom í ljós að þangað hafði enginn komið í einhvern tíma og köngulærnar og vefirnir sem tóku á móti okkur voru ekki beint eitthvað sem ég hef áhuga á - Já ég beið eftir að búið væri að sópa og ryksuga loftið og kipptist til og klóraði mér alls staðar áður en ég gat setist rólegur niður, svona eftir á viðurkenni ég kaaannski smáá að ég hafi verið í einhverju ímyndunarveikiskasti - mjúúúkur! Magnað hvað maður treystir oft lítið því sem maður ekki þekkir, á Íslandi getur maður velt sér uppúr grasinu eins og maður fái borgað fyrir það, en þar sem ekki var búið að slá í langan tíma fyrir utan sumarhúsið hefði mér ekki dottið í hug að vera mikið þar NEMA ég fengi borgað fyrir það. Örugglega alls kyns pöddur og aðskotadýr sem hreyðra sig um þar í leit af ungum og hressum, íslenskum og fallegum strákum. Maður er alveg í áhættuhópi. Sumarhúsið leit að öðru leiti frekar vel út, stórt, mjög gamalt og kósý. Allt hitað upp með arineldi, 1 á neðri hæðinni og 2 á þeirri efri. Við komum okkur öll fyrir í einu og sama herberginu til að halda sem bestum hita á nóttunni, það var fínt...eða mér fannst það allavega - var reyndar alltaf vakinn á nóttunni, freekar þreytt! ,,Pálmi Snær, snúðu þér á hliðina, ég get ekki sofið útaf hrotum", heeeh obbossí :)

Já, við komum okkur semsagt fyrir og elduðum þessa svona líka dýrindiskjúklingamáltíð ,við erum alltaf að missa okkur í súpermörkuðunum þannig maður þarf alltaf að vera extraduglegur að drekka 100krónubjórinn - erfitt líf! Eftir það sátum við við arineldinn og spjölluðum og höfðum það gott

Kósý við arininn

 sumir drukku rauðvín, aðrir 100krónubjór, enn aðrir gin&tonic og mamma Mamma...hún drakk sko 50/50 Malibú í kók, hún nennti nefnilega ekki að bera bæði ginflöskuna oog malibúflöskuna sem keyptar voru í fríhöfninni í Tékklandi á skítogkanil - you've gotta love Eastern Europe.

Svanhvít Sjöfn að fíla Austur- Evrópu

 

 

 

 

 

 

 

 

AAAAAAAAAAFMÆLIS STELPA!!! 

Afmælisstelpa 

19.maí er runninn upp, GuðnýGígja er orðinn 22 ára og það eru aldeilis hátíðarhöld í Tékklandi. Við Gígja röltum svo u.þ.b. 3 km niðrí bæ, settumst niður og fengum okkur kaffi. Mamma Mamma, Prinsessan á bauninni og Svanhvít komu svo nokkru seinna eftir að hafa farið út að hlaupa í góða veðrinu. Þau komu syngjandi afmælissönginn færandi hendi - með þessa svona líka glæsilegu afmælisgjöf !! Blómasnúningsþyrludót oog sólgleraugu...sem GuðnýGígja reyndar setti á sig þá en hefur ekki fengið að nota síðan, þar sem ég stal þeim, hehe sólgleðaugnastelaðapðaakkaði! :)

Veðrið var eftirfarandi: sól og blíða og 22° hiti - namm!

Við ákváðum að kíkja í bæ skammt frá sem heitir Jicín, en þangað var komið komumst við að því að við hittum akkúrat á einhverja bæjarhátíð þar sem allt frá gömlu dögunum var sýnt, matur, tónlist og hlutir...við vorum alveg inní þessu! ;)

 Hátíð

Nú var kominn tími til að skoða sirka eitt stykki kastala, sem heitir Zamek Hradek U Nechanic og þar bjó fólk ennþá fyrir um 50 árum, gaddem hvað þetta var stórt og flott, en þar máttum við ekki taka neinar myndir þannig þið verðið kæru lesendur að bíta í það súra epli að sjá kastalann aðeins að utan, en þið megið endilega ímynda ykkur hvernig þetta leit út að innan....

Kastalinn 

En já það var aðeins hægt að fara og skoða ef maður færi í svona túr með leiðsögumanni og í okkar túr var leiðsögustelpa, við 5 og svo eitthvert tékknekst par, þau voru krúttleg. Leiðsögustelpan talaði ekki ensku en við fengum svona bæklinga til að lesa meðan við færum í gegnum kastalann, strákurinn talaði góða ensku og var svona líka mjög hjálpsamur og sagði okkur margt skemmtilegt sem leiðsögustelpan sagði þeim á tékklensku. Það sem okkur fannst skemmtilegast við þessa kastalaferð voru samt RISAinniskórnir sem við þurftum að fara í yfir skóna okkar, sem við skautuðum á í gegnum kastalann, held þetta hafi verið gert til þess að að þurfa ekki að skúra alla daga..plús það að þeir eru svakalega lekkert! :)

 Kastalaskórnir

Um kvöldið fórum við út að borða á þessum æðislega stað sem við kjósum að kalla Mylluna, ótrúlega flottur staður og fínn matur.

 Myllan

 Eftir dýrindismáltíð fóru mamma og pabbi heim en við krakkarnir ákváðum nú víst að Gígja átti afmæli og það var laugardagur að svooleiðis skella okkur út á lífið. Og aldeilis það sem við djömmuðum, á eina staðnum þar sem einhver var voru allir að horfa á Heimsmeistarakeppnina í íshokkí. Það var svaka stuð ...

Morguninn eftir vöknuðum við í svaka brunch, mammaMamma var búin að elda eggjahræru, steikja beikon og pulsur og endalaus gleði. Svo keyrðum við til Jicín og fórum í sund, þó var meiri tíma varið í að liggja á bakkanum en að busla í þessari allra flottustu sundlaug sem ég hef farið í , því hún var skíítköld! Við fórum reyndar nokkrar ferðir í rennibrautinni, það var gaaaman.

 

Plammi og Svansý sætilætiGígja að sóla sig!

JEEEEIJ!


Eftir að við vorum búin að hafa það náðugt þarna í 25° hita í rúma 2 tíma ákváðum við að fara og skoða Bohemian Paradise eins og það er kallað. Þar löbbuðum við á milli trjánna, upp á milli svakalega fallegra saltsteinakletta. Mamma og pabbi löbbuðu styttri leið en við krakkarnir þar sem mamma Mamma var svo slæm í mjöðminni eftir þessi svakalegu morgunhlaup (en hún er orðin góð núna).

Ripp, Rapp og RuppMamma og Pabbi sæt

Bohemian Pradise

 

Við fórum svo heim og mamma Mamma eldaði fyrir okkur mat úr öllu sem til var í ísskápnum til að klára matinn og spara peninga, þeetta var mjöög gott og ég vildi að það hefði verið til meira af þessu. Ein kartafla, hálf sæt kartafla, beikon, kjúklingaskinka, 5 egg og einhverjir ostar, klikkað!

 Sullubullukvöldmatur!

GuðnýGigja og Svanhvít Sjöfn ákváðu leggja sig aðeins eftir matinn...þær sváfu þangað til morguninn eftir, fengu sirka 12 tíma svefn, þarílagi! Ég og pabbi vorum ennþá helvíti svangir þannig við skelltum okkur út í einn bjór og smaá bita, lentum meira en að segja á smá hljómsveitaræfingu - ekki slæmt!

Vöknuðum mjög snemma morguninn eftir, áttum eftir að pakka niður og ganga frá eftir okkur. Eftir að ég var búinn að rúlla gin- og malibuflöskunni uppí handklæði og troða eim ofan í bakpoka datt Svanhvíti það snilldar ráð í hug þar sem glerið væri þungt og hætta á því að það myndi brotna að við skildum færa alkahólið yfir í plastvatnsflöskur. Sniiillingur! Eftir þessa klikkuðu hugmynd fékk hún viðurnefnið : Svanhvít ,,NotJustAPrettyFace" Sjöfn.

Jæja nú lág leið okkar til Brno þar sem við þurftum að skila bílnum á Hertz á réttum tíma, við eyddum síðan deginum í Brno þar sem ég og Gígja t.d. smökkuðum Kebab í fyrsta skipti, GuðnýGigja skilur ekki af hverju þetta heitir ekki bara Píta þar sem þetta er eiginlega bara nákvæmlega sama system?!? Við krakkarnir skelltum okkur uppí einhverja flotta kirkju þar sem við sáum vel yfir bæinn, svo röltum við bara um, sátum á kaffihúsi og ræddum hvað gera skildi. Við tókum síðan lest frá Brno til Bratislava í Slóvakíu og þar ætla ég að skilja við ykkur kæru lesendur.

Kveðja frá Slóvakíu. Pálmi ,,Hrotubelgurinn" Snær sem heldur vöku fyrir allri fjölskyldunni...tjah, nema kannski Guðnýju ,,TheSleepingBeauty" Gígju sem alls staðar getur sofið. Þangað til næst! ;)

Pálmi ,,Hrotubelgurinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh, hvað ég öfunda ykkur!!!  Þið eruð snillingar að gera þetta

Hlakka til að fylgjast meira með!

Jörundur (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 22:00

2 identicon

Mæ god hvað þið eruð góðir pennar! Fæ alveg tilfinninguna að ég sé bara þarna með ykkur :P Wish I was!!!!

En hlakka til að lesa meira og sjá fleiri myndir og bara allt!

Kossar og knús til ykkar allra frá okkur á Sigtúni 5 og 3, og þá sérstaklega frá Iðu ;)

Lilja (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 22:16

3 identicon

Frabært að fá þessar skemmtulegu ferðapistla sem sagðar eru svo skemmmmmtilega:) frá ykkur elsku Mamma mamma, Prinsessan á bauninni, NotJustAPrettyFace, TheSleepingBeauty og Hrotubelgur.

Bestu kveðjur. Pabbi og afi.

Ragnar Jörundsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 23:53

4 identicon

þið eruð flottust, live a lot. Kveðja frá farandverkamönnunum vá langt orð sko

Gunna Gumma Hafsa (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 10:19

5 identicon

Þið eruð yndislegust! Haldið áfram að hafa það gaman saman og deila því svo með okkur hinum (sem langar ógó mikið að vera með ykkur!)Kv.Guggan ykkar

Gugga (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband