Fyrsta bloggfærsla

Jæja, þá er komið að því.  Nú ætlar Maja að blogga. Whistling

Ég sit hér við eldhúsborðið og var að fá fréttir af Skildi.  Hann kom frá Frakklandi í dag og var auðvitað svo æstur að komast heim til sín að hann lagði af stað út í vonda veðrið og viti menn........ auðvitað kemst hann ekki alla leið!!  Hann er stopp í Reykhólasveitinni og þarf að snapa sér gistingu í Mýrartungu.  Jæja, það er betra en að vera fastur í skafli upp á einhverri heiðinni.  Crying

Iða er ennþá hjá mér.  Iða er labradortík, tveggja mánaða krútt.  Hún er reyndar eitthvað slöpp sýnist mér, rauðeyg og skrítin. 

Ég veit nú ekki enn hvort að við getum haldið henni.  Skjöldur er með ofnæmi og þarf að fara til ofnæmissérfræðings til að fá grænt ljós á sprautumeðferð.  Vonandi gengur það.

Ég ætla að láta þetta duga í bili.

Kveðja,Kissing

Maja


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband