Búin að fá strákana mína heim

Skjöldur kom í morgun kl. hálf ellefu.  Þurfti að sofa í Reykhólasveitinni Shocking Ég var búin að segja honum að hann myndi ekki komast alla leið, en hann vildi ekki gefa sig!!

Pálmi kom síðan í kvöld af Samkaupsmótinu.  Hann er að þjálfa 4. og 5. flokk hjá Herði hér á Patreksfirði og þurfti að fara með þau á körfuboltamót í Reykjanesbæ.  Það gekk víst bara voða vel en ég er rosa glöð yfir því að vera búin að fá hann heim.

Ég byrja með seinna tölvunámskeiðið á morgun.  Það er framhald af grunnnámskeiðinu sem lauk fyrir þremur vikum.  Þetta mun standa yfir í 4 - 5 vikur. 

Stelpurnar mínar urðu báðar bikarmeistarar um helgina!!! Til hamingju með það stelpur!

Jæja, ætla að fara að sofa núna.

Kveðja,

MajaKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð! Nú fer maður að fylgjast með lífinu á Patró! Kveðja, Dísa (hans Sigga...........)

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband