Blogga Bloggsdóttir
28.4.2008 | 13:54
Ó já, það er ég!
Ég hef ekki verið þekkt fyrir annað en að vera ótrúlega dugleg að blogga.
Allt gengur sinn vanagang í mínu lífi, börnin plumma sig vel og þá er nú eiginlega allt annað í góðu lagi.
Fyrir þá sem ekki vita er ég búin að færa manninum mínum fertugsafmælisgjöfina...mótorhjólaferð um hálendi Skotlands í viku! Ég fylgi auðvitað með og er því að taka mótorhjólaprófið, er í æfingaakstri þessa dagana. Það gengur bara ágætlega miðað við aldur og fyrri störf, hehe. Ég held að ég sé spenntari en fertugi kallinn!
Í skólanum er skemmtilegt að vera! Nemendurnir eins og lömb að vori, vilja helst vera úti að hoppa en ekki inni að drekka í sig fróðleik um bragfræði eða orðflokka!
Jæja, allt er gott sem endar vel og þessi færsla endar mjög vel!
Setti inn nokkrar myndir.
Athugasemdir
Velkomin í bloggheima elsku besta Maja frænka mín
Ég ligg upp í rúmi með fartölvuna í fanginu. Ætla kíkja á myndirnar sem þú settir inn.
Bless mín kæra
Þóra Sigurðardóttir, 29.4.2008 kl. 01:10
Blessuð og takk fyrir spjallið á dögunum
Ég kíki stundum á síðuna hennar Þóru frænku þinnar, núna get ég kíkt á þína síðu í leiðinni. Er ekki búin að koma mér í það að fara að blogga, má aldrei vera að slíku. Mikið er gaman að skoða þessar myndir, ekki síst af þínum börnum og svo ykkur systkinunum, ótrúlegur svipur með ykkur......og varla hægt að sjá hvor systkinahópurinn er yngri
Hafdís (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.