Gott veður/vonskuveður
30.4.2008 | 15:55
Nú er sumar, gleðjist gumar
gaman er í dag.
En mér skilst að sælan standi stutt......það er búið að spá stormi og stórhríð hér á Patreksfirði á laugardag. Voðalega finnst mér erfitt að trúa því þegar veðrið hefur verið svona gott.
Ég fór rúnt á mótorhjólinu inn á golfvöll og það gekk bara þrusuvel. Var með fertuga kallinn aftan á. Hann er nú ekkert léttur! Ég ók á malarvegi upp að golfskála og ...djö..... þetta er miklu erfiðara heldur en ég bjóst við. Ég var bara þokkalega þreytt í litlu höndunum mínum eftir það. Ég er náttúrulega ekkert gölluð (kannski smá ,,gödluð" en ekki mikið) í svona sport, bara með mína lopavettlinga og solleis. Maður þarf víst að galla sig upp, ekki bara upp á ,,lúkkið" heldur er það líka mikið öryggisatriði!
Ég sagði krökkunum mínum að ég ætlaði að fá mér leðurjakka með kögri og leðurbuxur....þeim fannst það ,,kúl"! Hehe!
Hvernig líst ykkur á þennan????? Er hann ekki svolítið ,,ég"??????
Only those who dare to fail greatly can ever achieve greatly!
Maja
Athugasemdir
Ég veit ekki aaalveeg... hvort þetta ert þú, kannski frekar svona Skjöööldur ég held að hann gæti verið töff í svona kögri.
Mér finnst þessi meira þú
Þóra Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.