Sólríkur dagur í firðinum fagra

Að fara á fætur á sólríkum degi, þvílíkur munur.  Ætli ég sé haldin veðurpersónuleikaklofa?

Fjörðurinn fagri skartar sínu fegursta í dag. Litlu snjóhrúgurnar sem í vetur voru voldugur skafl í bakgarðinum hjá mér hafa þrjóskast við að hverfa en voru bornar ofurliði í morgun.

Nemendur mínir eru svo duglegir. Ég er svo stolt af því að nokkrir þeirra hafa verið að hjálpa til í Sjóræningjahúsinu hér á Patreksfirði.  Þar er allt á fullu, frágangi fyrir prufuopnun þarf að vera lokið fyrir hvítasunnuhelgi. Mikið álag er á þeim Öldu og Davíð þannig að hvert aukahandtak er vel þegið. Frábært framtak og mikil lyftistöng fyrir samfélagið okkar og ferðamenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei nei allt að ske..... Maja farin að blogga:) Líst vel á þig stelpa:)

Við sjáumst svo á sjómó

Kv. Raufarhafnarbúinn

Karítas (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 14:44

2 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Já Maja mín kannski ertu með einhvern klofa. Helst gæti ég trúað að það sem hrjái þig sé veðurkvíðaröskunarheilkenni

Þú tælir mig ekkert í neitt sjóræningjahús þegar ég fer til Patró í sumar. Þú veist að ég er hrædd við svoleiðis

 En það er allt í lagi ég flý bara að Hlaðseyri og fel mig þar.

Er að fara til Kúrígúrís á morgun og þarf því að fara

Þóra Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 23:29

3 identicon

Komdu sæl kæra frænka, það er gaman að fá að vera með í því sem er að gerast hjá þér. Eins og þú kanski veist, þá erum við Haddi á Spáni og fleitum róman af lífinu, við biðjum að heilsa ykkur öllum, og við sendum ykkur sólarkveðjur.

Þín frænka

Svala Birgisdóttir

Svala Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 23:44

4 identicon

Þóra, kúrígúrí hvað?....

Takk Svala mín. Sömuleiðis

Maja (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 08:31

5 identicon

Heil og sæl.

 Gaman að lesa bloggið þitt.  Sjáumst í grillinu!

Kv. Ásdís Snót

Ásdís Snót (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 13:55

6 Smámynd: María Ragnarsdóttir

Æ, því miður Ásdís. Ég verð ekki heima. En góða skemmtun ,,enívei"!

María Ragnarsdóttir, 13.5.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband