Sólríkur dagur í firðinum fagra
6.5.2008 | 14:41
Að fara á fætur á sólríkum degi, þvílíkur munur. Ætli ég sé haldin veðurpersónuleikaklofa?
Fjörðurinn fagri skartar sínu fegursta í dag. Litlu snjóhrúgurnar sem í vetur voru voldugur skafl í bakgarðinum hjá mér hafa þrjóskast við að hverfa en voru bornar ofurliði í morgun.
Nemendur mínir eru svo duglegir. Ég er svo stolt af því að nokkrir þeirra hafa verið að hjálpa til í Sjóræningjahúsinu hér á Patreksfirði. Þar er allt á fullu, frágangi fyrir prufuopnun þarf að vera lokið fyrir hvítasunnuhelgi. Mikið álag er á þeim Öldu og Davíð þannig að hvert aukahandtak er vel þegið. Frábært framtak og mikil lyftistöng fyrir samfélagið okkar og ferðamenn.
Athugasemdir
Nei nei allt að ske..... Maja farin að blogga:) Líst vel á þig stelpa:)
Við sjáumst svo á sjómó
Kv. Raufarhafnarbúinn
Karítas (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 14:44
Já Maja mín kannski ertu með einhvern klofa. Helst gæti ég trúað að það sem hrjái þig sé veðurkvíðaröskunarheilkenni
Þú tælir mig ekkert í neitt sjóræningjahús þegar ég fer til Patró í sumar. Þú veist að ég er hrædd við svoleiðis
En það er allt í lagi ég flý bara að Hlaðseyri og fel mig þar.
Er að fara til Kúrígúrís á morgun og þarf því að fara
Þóra Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 23:29
Komdu sæl kæra frænka, það er gaman að fá að vera með í því sem er að gerast hjá þér. Eins og þú kanski veist, þá erum við Haddi á Spáni og fleitum róman af lífinu, við biðjum að heilsa ykkur öllum, og við sendum ykkur sólarkveðjur.
Þín frænka
Svala Birgisdóttir
Svala Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 23:44
Þóra, kúrígúrí hvað?....
Takk Svala mín. Sömuleiðis
Maja (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 08:31
Heil og sæl.
Gaman að lesa bloggið þitt. Sjáumst í grillinu!
Kv. Ásdís Snót
Ásdís Snót (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 13:55
Æ, því miður Ásdís. Ég verð ekki heima. En góða skemmtun ,,enívei"!
María Ragnarsdóttir, 13.5.2008 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.