Hætt hjá Grunnskóla Vesturbyggðar og Grunnskóla Tálknafjarðar
5.6.2008 | 10:04
og er bara í Þekkingarsetrinu núna, 80% hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða og 20% Vinnumálastofnun. Það verður að segjast eins og er að það er léttir. Ég get þá einbeitt mér að nýju vinnunni og hlakka bara mikið til.
Ég var að setja inn myndband af Gígjunni minni og vinkonu hennar sem tóku þátt í söngkeppni framhaldsskólanna í Flensborg í vetur. Endilega skoðið. Þær eru flottar.
Það var fínt í golfferðinni. Þó aðeins of stutt ferð fyrir minn smekk. Maður var nú ekkert að lækka sig í forgjöf núna en það kemur kannski í sumar.
Ég er að klára æfingaaksturinn í þessari viku og tek mótorhjólaprófið eftir næstu helgi. Þetta er svoooo gaman.......ég sé pínu eftir að hafa ekki gert þetta fyrr. Ég er voða stirðbusaleg og stundum pínu skelkuð en þetta er allt að koma
Athugasemdir
Til hamingju með það Maja mín og gangi þér vel í nýja starfinu. Ég hef ekkert verið á blogginu en ætla fara taka mig á
Þóra Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.