Ferðin á Snæfellsnes

tókst með eindæmum vel. Við fórum yfir Breiðafjörð með Baldri kl. 18.00 á föstudaginn og keyrðum síðan frá Stykkishólmi í Gufuskála. Við vorum ellefu, þar af þrjár konur.  Dóra Birna, Sólveig og ég. Við vorum fínt hnakkaskraut.  Þetta var fyrsta ferðin okkar Dóru og við stóðum okkur vel, vorum ekkert hræddar Cool

Það fylgir því einhver frelsistilfinning að aka um á mótorhjóli, kannski svona svipuð tilfinning og sú sem þeir upplifa sem hafa gaman af því að fljúga. En mér finnst að ég verði að hafa fasta jörð undir fótum, nýt þess ekki að fljúga um loftin blá.....ekki ennþá a.m.k......... kannski seinna.

Við fórum á laugardagsmorgninum að Arnarstapa og þaðan á hjólunum upp að jökulrótum.  Síðan fórum við á snjósleðum upp á jökultopp.  Það var rosa gaman en við sáum því miður nánast ekkert yfir því skyggni var slæmt.  Ég ætla að fara aftur seinna því að það er svo fallegt þarna.  Þá velur maður góðan dag til að sjá vel yfir. 

Frá Arnarstapa keyrðum við sunnanmegin á Snæfellsnesinu að Vegamótum og þaðan yfir Vatnaheiðina..........í rigningu.  Það var ekki svo slæmt nema ég var ekki í nógu vatnsheldum galla, blotnaði því í gegn og var kalt. 

Þegar komið var yfir Vatnaheiðina ákváðum við að skella okkur í Bjarnarhöfn til að spjalla við hann Hildibrand, sem er frábær, skoða safnið og fá okkur hákarlsbita.

Frá Bjarnarhöfn lá leið okkar aftur í Stykkishólm og hafði Maggi Jóns pantað gistingu í heimagistingu Ölmu. Þar var gott að vera. Snyrtilegt og indælir húsráðendur.

Dóra var búin að panta fyrir okkur borð á Narfeyrarstofu um kvöldið og fengum við dýrindis máltíð og góða þjónustu þar.

Kl. 15.00 á sunnudeginum var síðan lagt af stað yfir Breiðafjörðinn heim á leið.

Þetta var frábær ferð og ég verð að segja að hún varð til þess að ég hlakka enn meira til Skotlandsferðar okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Þessi ferð hljómar frábærlega. Ég skal vera hnakkaskraut hjá þér í sumar þegar ég kem á Patró

Þóra Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 20:41

2 identicon

Kjörkuð ertu unga kona Get bara rétt ímyndað mér frjálsræðið að þeysast um á mótorfák.

Hafdís (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband