Afmælisveisla, sjómannadagur, stefnumótunarfundur og mótorhjólapróf.
16.6.2008 | 13:35
Allt þetta hefur verið á döfinni í júní. Á fimmtudagskvöldinu fyrir sjómannadagshelgi fórum við á Þorpið að hlusta á bræðurna Adda og Unnar ,,trúbadorast" og um 23.00 trítluðum við svo yfir til mömmu og pabba. Gugga, Gunnar, Anna María og Valgarð komu auðvitað vestur. Þau komu rétt fyrir miðnætti 29. maí og svo varð Valgarð 12 ára þann 30. maí og var afmælissöngurinn sunginn og kaka í tilefni dagsins hjá ömmu Svanhvíti og afa Ragnari kl. 24.00. Það var sem fyrr mikil hjálp í þeim hjónum Guggu og Gunnari fyrir undirbúning afmælisveislu Skjaldar eins og við var að búast! Svo er líka svo gaman að fá þau í heimsókn!
Á föstudagskvöldinu voru tónleikar í FHP og var Guðný Gígja að troða upp þar. Hún var flott eins og alltaf. Lilja Sig frumflutti svo nýja sjómannadagslagið sitt ásamt öðrum lögum við góðar undirtektir. Flottar stelpur! Sverrir Bergmann tróð líka upp en við höfðum ekki tíma til að hlusta á hann.
Á laugardeginum kl. 18.00 var ég síðan með hóp af krökkum með stutt opnunaratriði Hafstrauma í Perlufiski hjá höfninni. Það má sjá bút af því hér: http://youtube.com/watch?v=5zNM_ydQcB4. Svo má ekki gleyma nýja bílskúrsbandinu á Patró, sem Pálmi Snær er í, JÚGURSMYRSL, þeir komu, sáu og sigruðu á tónleikum á höfninni. Það má sjá hér: http://youtube.com/watch?v=OqSYjcAPrak
Afmælisveislan hans Skjaldar var haldin á laugardeginum kl. 20.30 og mættu margir og skemmtu sér vel. Það var sungið og trallað og borðað og talað og drukkið og hlegið.....voða gaman. Ég ætla að setja fleiri myndir inn fljótlega. Svo var farið á ball í FHP með sjómannadagshljómsveitinni Sólon. Það var rosalega gaman og allir skemmtu sér konunglega. Það verður þó að viðurkennast að það var gott að fara að sofa þegar heim var komið. Við vorum þreytt en sæl.
Á sunnudaginn var frágangur og síðan fór ég á ball með Pálma Snæ um kvöldið. Við vorum nokkur á ,,foreldravaktinni" og höfðum gaman af því að fylgjast með ballgestum og hlusta á Spútnik. Ég og Dóra tókum nokkur spor við nokkur lög en vorum ekkert að missa okkur í stuðinu.
Þann 11. og 12. júni komu starfsmenn Fræðslumiðstöðvarinnr hingað á Patró á stefnumótunarfund. Hluti af stjórninni kom líka. Það gekk allt vel, gott var að hitta samstarfsfólk mitt augliti til auglitis.
Svo er það rúsínan í pylsuendanum í bili a.m.k...........ég tók mótorhjólaprófið í gær og það gekk bara ágætlega. Svo nú er bara að æfa sig!
Athugasemdir
Til hamingju með mótorhjólaprófið elsku Maja mín
Ég hef greinilega misst af miklu að koma ekki í afmælið hans Skjaldar svo ég tali ekki um sjómannadagshátíðina. Að heyra og horfa á Guðnýju og Pálma Snæ slá í gegn
Allt jarðskjálftanum að kenna
Við munum eiga góðar stundir þegar ég kem á Patró í sumar
Þóra Sigurðardóttir, 17.6.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.