Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Gaman gaman :)
Ég veltist um af hlátri við að lesa bloggið ykkar, þið eruð öll snilldarpennar. Dáist ótrúlega að þessu framtaki ykkar, hlýtur að vekja töluverða athygli að heil fjölskylda er á ferðalagi :) Hlakka til að halda áfram að lesa um þetta skemmtilega ferðalag sem á eftir að lifa í minningu ykkar allra um alla framtíð. Knús frá Noregi. Hafdis og Linda
Hafdís Magnúsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 1. júní 2012
Elsa
Gaman að lesa ferðabloggið ykkar elskurnar :) Ekki spurning um að reyna einhvern tímann að feta svipaðar slóðir. Bongóblíða hér í dag og stefnir í góða Sjómannadagshelgi. Vænti þess að nú taki fljótlega við akstur í húsbíl í 35°c hita. Örlítið heitara en hér ;) Góða skemmtun og algerlega tímabært að PB fái að skipta um gælunafn.
Elsa (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 1. júní 2012
kv. frá Dóru babe hiiiiiiiiiiii
Var að skoða myndirnar frá skotlandi,bara æði pæði og maja þú ert bara flottust á þessu hjóli ok þú líka skjöldur þar að segja flottastur.Bæ bæ
Dóra Birna (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 3. júlí 2008
Kveðja frá Spáni
Sæl kæra frænka, til hamingju með bloggið, það verður gaman í framtíðinni að fylgjast með ættinni, og félagsmálunum ,,, en við komum til Íslands fimmtudaginn ,19.06. og verðum í 5 vikur. Ég bið að heilsa mömmu þinni og pabba. Kær kveðja Svala frænka. P.S. Úff mikill hiti hérna núna ;-)
Svala Birgisdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 17. júní 2008
BLOGGARI PATREKSFJARÐAR
Hæ gullið mitt ekki vissi ég að þú værir með blogg takk fyrir að láta mig vita nú fylgist ég með þér og þínum afrekum hér ekki spurning. Dísus kræst ertu ekki orðin klikkaðslega spennt fyrir skotaferðinni púff fæ alveg hland fyrir hjartað að hugsa um ykkur hjónakorn þeysast um á fáknum. Elsku frænka i got my eyes on you hihihihi Leðja Stella
stella (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 6. maí 2008
Velkomin aftur í bloggheima !
Þá er bara að vera dugleg að skrifa og núna erum við ekki bara frænkur og vinkonur við erum líka bloggvinkonur :) Kveðja, ÞóraSig
Þóra Sigurðardóttir, sun. 9. sept. 2007