Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Mjög góður sunnudagur!
18.3.2007 | 22:29
Þessi dagur er búinn að vera alveg frábær.
Vaknaði kl. 8.30 og fór að sinna Iðu . Síðan lágum við hjónin nokkra stund yfir tölvunni til að leita að hóteli í Skotlandi. Já, við ætlum að skella okkur þangað í 6 daga í páskafríinu og ætlum bara að fara tvö. Það höfum við aldrei gert áður og ég er viss um að það er frábært þó að auðvitað sé alltaf gaman að vera í góðum félagsskap líka. Við fundum skemmtilegt kastalahótel svolítið norðan við Glasgow sem okkur líst mjög vel á og ég panta það líklega á morgun. Verðum reyndar bara eina nótt þar og ætlum svo bara að flakka um og sofa þar sem okkur dettur í hug.
Eftir að leit var lokið útbjó ég ,,óhollustubrunch" að hætti Englendinga. Það var ljúft að skola honum niður með góðum ávaxtasafa!
Síðan var förinni heitið á Hlaðseyri til þess að leyfa hundspottinu að hlaupa aðeins um úti í náttúrunni sem skartaði sko sínu fegursta í yndislegu veðri, köldu, stillu og sólríku. Við gengum um með henni og Pálmi Snær æfði sig að keyra, fram og til baka, fram og til baka og aftur fram og til baka. Ótrúlegt að hann skyldi ekki svima af öllum þessum fram og til baka akstri. En hann var hinn glaðasti .
Við toppuðum síðan daginn með því að fara í sundlaugina. Verðum auðvitað að baða okkur eins og annað fólk og það getum við ekki gert heima hjá okkur þessa dagana af því að það er búið að rífa allt út af baðherberginu.
Frábær fjölskyldudagur!
Kveðja,
Maja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Myndir af Iðu!
14.3.2007 | 12:33
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Búin að fá strákana mína heim
11.3.2007 | 22:34
Skjöldur kom í morgun kl. hálf ellefu. Þurfti að sofa í Reykhólasveitinni Ég var búin að segja honum að hann myndi ekki komast alla leið, en hann vildi ekki gefa sig!!
Pálmi kom síðan í kvöld af Samkaupsmótinu. Hann er að þjálfa 4. og 5. flokk hjá Herði hér á Patreksfirði og þurfti að fara með þau á körfuboltamót í Reykjanesbæ. Það gekk víst bara voða vel en ég er rosa glöð yfir því að vera búin að fá hann heim.
Ég byrja með seinna tölvunámskeiðið á morgun. Það er framhald af grunnnámskeiðinu sem lauk fyrir þremur vikum. Þetta mun standa yfir í 4 - 5 vikur.
Stelpurnar mínar urðu báðar bikarmeistarar um helgina!!! Til hamingju með það stelpur!
Jæja, ætla að fara að sofa núna.
Kveðja,
Maja
Bloggar | Breytt 15.3.2007 kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrsta bloggfærsla
10.3.2007 | 22:03
Jæja, þá er komið að því. Nú ætlar Maja að blogga.
Ég sit hér við eldhúsborðið og var að fá fréttir af Skildi. Hann kom frá Frakklandi í dag og var auðvitað svo æstur að komast heim til sín að hann lagði af stað út í vonda veðrið og viti menn........ auðvitað kemst hann ekki alla leið!! Hann er stopp í Reykhólasveitinni og þarf að snapa sér gistingu í Mýrartungu. Jæja, það er betra en að vera fastur í skafli upp á einhverri heiðinni.
Iða er ennþá hjá mér. Iða er labradortík, tveggja mánaða krútt. Hún er reyndar eitthvað slöpp sýnist mér, rauðeyg og skrítin.
Ég veit nú ekki enn hvort að við getum haldið henni. Skjöldur er með ofnæmi og þarf að fara til ofnæmissérfræðings til að fá grænt ljós á sprautumeðferð. Vonandi gengur það.
Ég ætla að láta þetta duga í bili.
Kveðja,
Maja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)