Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Gott veður/vonskuveður

Nú er sumar, gleðjist gumar

gaman er í dag.

En mér skilst að sælan standi stutt......það er búið að spá stormi og stórhríð hér á Patreksfirði á laugardag.  Voðalega finnst mér erfitt að trúa því þegar veðrið hefur verið svona gott.

Ég fór rúnt á mótorhjólinu inn á golfvöll og það gekk bara þrusuvel.  Var með fertuga kallinn aftan á. Hann er nú ekkert léttur! Ég ók á malarvegi upp að golfskála og ...djö..... þetta er miklu erfiðara heldur en ég bjóst við.  Ég var bara þokkalega þreytt í litlu höndunum mínum eftir það.  Ég er náttúrulega ekkert gölluð (kannski smá ,,gödluð" en ekki mikið)  í svona sport, bara með mína lopavettlinga og solleis. Maður þarf víst að galla sig upp, ekki bara upp á ,,lúkkið" heldur er það líka mikið öryggisatriði!

Ég sagði krökkunum mínum að ég ætlaði að fá mér leðurjakka með kögri og leðurbuxur....þeim fannst það ,,kúl"! Hehe!


Hvernig líst ykkur á þennan?????  Er hann ekki svolítið ,,ég"??????

Only those who dare to fail greatly can ever achieve greatly!

MajaKissing


Blogga Bloggsdóttir

Ó já, það er ég! 
Ég hef ekki verið þekkt fyrir annað en að vera ótrúlega dugleg að blogga

Allt gengur sinn vanagang í mínu lífi, börnin plumma sig vel og þá er nú eiginlega allt annað í góðu lagi.
    
Fyrir þá sem ekki vita er ég búin að færa manninum mínum fertugsafmælisgjöfina...mótorhjólaferð um hálendi Skotlands í viku!  Ég fylgi auðvitað með og er því að taka mótorhjólaprófið, er í æfingaakstri þessa dagana.  Það gengur bara ágætlega miðað við aldur og fyrri störf, hehe. Ég held að ég sé spenntari en fertugi kallinn!

Í skólanum er skemmtilegt að vera!   Nemendurnir eins og lömb að vori, vilja helst vera úti að hoppa en ekki inni að drekka í sig fróðleik um bragfræði eða orðflokka!

Jæja, allt er gott sem endar vel og þessi færsla endar mjög vel!

Setti inn nokkrar myndir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband