Ferðin okkar til Tékklands, Slóvakíu, Ungverjalands og Króatíu

Leiðin, svona um það bilHér ætlum við fjölskyldan að halda úti bloggi um ferðina okkar fyrir þá sem vilja fylgjast með. Nú er vika þangað til að við förum og allt á fullu varðandi undirbúning.

Pálmi Snær er í prófum í Flensborg og er búinn 11. maí.

Við erum alveg að springa úr spenningi og höldum að þetta verði mikið ævintýri. Fyrstu dagarnir eru planaðir en ekki mikið meira. Ég set hér inn mynd af áætluðum hálfhring og ef þið vitið um einhvern áhugaverðan stað svona um það bil á þessari leið, endilega látið okkur vita.

 


Fyrstu dagarnir i Skotlandi

hafa gengid vel og thetta er malid....lata draumana raetast!  Thad eru 400 milur ad baki a hjolinu.  Fyrst forum vid fra Glasgow til Aberdeen i lest og nadum thar i hjolidIMG_2002  og Skjoldur var mjog sattur vid gripinn.  BMW 1200! Cool

Sidan logdum vid af stad til Crovie og thad stodst vaentingar okkar.  Vid hittum fyrir 4 oldunga i gonguferd og their voru svo ,,original" Skotar ad vid skildum tha varla. Klikkudum a ad taka mynd eins og svo oft adur.  Fra Aberdeen til Crovie eru 40 milur en vid forum einhverja lengri leid. Villtumst adeins og thurftum ad snua vid og sonna en thad er bara gaman.

Eg hef ekki tima til ad blogga meira af tvi ad vid thurfum ad tekka ut NUNA. Erum i Fort William og erum ekki buin ad akveda framhaldid.Vid rosa ,,happy


Komið að því!

Við erum að fara í FERÐINA!  Förum suður á eftir og síðan út á sunnudaginn.  Blogga þegar ég kem heim. 

Afmælisveisla, sjómannadagur, stefnumótunarfundur og mótorhjólapróf.

Allt þetta hefur verið á döfinni í júní.  Á fimmtudagskvöldinu fyrir sjómannadagshelgi fórum við á Þorpið að hlusta á bræðurna Adda og Unnar ,,trúbadorast" og um 23.00 trítluðum við svo yfir til mömmu og pabba. Gugga, Gunnar, Anna María og Valgarð komu auðvitað vestur.  Þau komu rétt fyrir miðnætti 29. maí og svo varð Valgarð 12 ára þann 30. maí og var afmælissöngurinn sunginn og kaka í tilefni dagsins hjá ömmu Svanhvíti og afa Ragnari kl. 24.00. Það var sem fyrr mikil hjálp í þeim hjónum Guggu og Gunnari fyrir undirbúning afmælisveislu Skjaldar eins og við var að búast! Svo er líka svo gaman að fá þau í heimsókn!

Á föstudagskvöldinu voru tónleikar í FHP og var Guðný Gígja að troða upp þar.  Hún var flott eins og alltaf.  Lilja Sig frumflutti svo nýja sjómannadagslagið sitt ásamt öðrum lögum við góðar undirtektir. Flottar stelpur! Sverrir Bergmann tróð líka upp en við höfðum ekki tíma til að hlusta á hann.

Á laugardeginum kl. 18.00 var ég síðan með hóp af krökkum með stutt opnunaratriði Hafstrauma í Perlufiski hjá höfninni. Það má sjá bút af því hér: http://youtube.com/watch?v=5zNM_ydQcB4. Svo má ekki gleyma nýja bílskúrsbandinu á Patró, sem Pálmi Snær er í, JÚGURSMYRSL, þeir komu, sáu og sigruðu á tónleikum á höfninni. Það má sjá hér: http://youtube.com/watch?v=OqSYjcAPrak

Afmælisveislan hans Skjaldar var haldin á laugardeginum kl. 20.30 og mættu margir og skemmtu sér vel.  Það var sungið og trallað og borðað og talað og drukkið og hlegið.....voða gaman.  Ég ætla að setja fleiri myndir inn fljótlega. Svo var farið á ball í FHP með sjómannadagshljómsveitinni Sólon. Það var rosalega gaman og allir skemmtu sér konunglega. Það verður þó að viðurkennast að það var gott að fara að sofa þegar heim var komið. Við vorum þreytt en sæl. 

Á sunnudaginn var frágangur og síðan fór ég á ball með Pálma Snæ um kvöldið.  Við vorum nokkur á ,,foreldravaktinni" og höfðum gaman af því að fylgjast með ballgestum og hlusta á Spútnik.  Ég og Dóra tókum nokkur spor við nokkur lög en vorum ekkert að missa okkur í stuðinuWhistling.

Þann 11. og 12. júni komu starfsmenn Fræðslumiðstöðvarinnr hingað á Patró á stefnumótunarfund.  Hluti af stjórninni kom líka.  Það gekk allt vel, gott var að hitta samstarfsfólk mitt augliti til auglitis.  

Svo er það rúsínan í pylsuendanum í bili a.m.k...........ég tók mótorhjólaprófið í gær og það gekk bara ágætlega. Svo nú er bara að æfa sig!

 

 


Ferðin á Snæfellsnes

tókst með eindæmum vel. Við fórum yfir Breiðafjörð með Baldri kl. 18.00 á föstudaginn og keyrðum síðan frá Stykkishólmi í Gufuskála. Við vorum ellefu, þar af þrjár konur.  Dóra Birna, Sólveig og ég. Við vorum fínt hnakkaskraut.  Þetta var fyrsta ferðin okkar Dóru og við stóðum okkur vel, vorum ekkert hræddar Cool

Það fylgir því einhver frelsistilfinning að aka um á mótorhjóli, kannski svona svipuð tilfinning og sú sem þeir upplifa sem hafa gaman af því að fljúga. En mér finnst að ég verði að hafa fasta jörð undir fótum, nýt þess ekki að fljúga um loftin blá.....ekki ennþá a.m.k......... kannski seinna.

Við fórum á laugardagsmorgninum að Arnarstapa og þaðan á hjólunum upp að jökulrótum.  Síðan fórum við á snjósleðum upp á jökultopp.  Það var rosa gaman en við sáum því miður nánast ekkert yfir því skyggni var slæmt.  Ég ætla að fara aftur seinna því að það er svo fallegt þarna.  Þá velur maður góðan dag til að sjá vel yfir. 

Frá Arnarstapa keyrðum við sunnanmegin á Snæfellsnesinu að Vegamótum og þaðan yfir Vatnaheiðina..........í rigningu.  Það var ekki svo slæmt nema ég var ekki í nógu vatnsheldum galla, blotnaði því í gegn og var kalt. 

Þegar komið var yfir Vatnaheiðina ákváðum við að skella okkur í Bjarnarhöfn til að spjalla við hann Hildibrand, sem er frábær, skoða safnið og fá okkur hákarlsbita.

Frá Bjarnarhöfn lá leið okkar aftur í Stykkishólm og hafði Maggi Jóns pantað gistingu í heimagistingu Ölmu. Þar var gott að vera. Snyrtilegt og indælir húsráðendur.

Dóra var búin að panta fyrir okkur borð á Narfeyrarstofu um kvöldið og fengum við dýrindis máltíð og góða þjónustu þar.

Kl. 15.00 á sunnudeginum var síðan lagt af stað yfir Breiðafjörðinn heim á leið.

Þetta var frábær ferð og ég verð að segja að hún varð til þess að ég hlakka enn meira til Skotlandsferðar okkar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband