Mjög góður sunnudagur!

Þessi dagur er búinn að vera alveg frábær.

Vaknaði kl. 8.30 og fór að sinna Iðu Tounge.  Síðan lágum við hjónin nokkra stund yfir tölvunni til að leita að hóteli í Skotlandi.  Já, við ætlum að skella okkur þangað í 6 daga í páskafríinu og ætlum bara að fara tvö.  Það höfum við aldrei gert áður og ég er viss um að það er frábært þó að auðvitað sé alltaf gaman að vera í góðum félagsskap líka.  Við fundum skemmtilegt kastalahótel svolítið norðan við Glasgow sem okkur líst mjög vel á og ég panta það líklega á morgun.  Verðum reyndar bara eina nótt þar og ætlum svo bara að flakka um og sofa þar sem okkur dettur í hug.

Eftir að leit var lokið útbjó ég ,,óhollustubrunch" að hætti Englendinga.  Það var ljúft að skola honum niður með góðum ávaxtasafa!

Síðan var förinni heitið á Hlaðseyri til þess að leyfa hundspottinu að hlaupa aðeins um úti í náttúrunni sem skartaði sko sínu fegursta í yndislegu veðri, köldu, stillu og sólríku.  Við gengum um með henni og Pálmi Snær æfði sig að keyra, fram og til baka, fram og til baka og aftur fram og til baka.  Ótrúlegt að hann skyldi ekki svima af öllum þessum fram og til baka akstri.  En hann var hinn glaðasti Cool

Við toppuðum síðan daginn með því að fara í sundlaugina.  Verðum auðvitað að baða okkur eins og annað fólk og það getum við ekki gert heima hjá okkur þessa dagana af því að það er búið að rífa allt út af baðherberginu.

Frábær fjölskyldudagur!

 Kveðja,

MajaKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Maja........góða ferð til Skotlands! Þú verður að fara að kíkja á mig bráðum! Kveðja, Dísa.

Dísa (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband