Flensa - oj bara!

Ég lá í flensu í gær. Er reyndar enn ,,drulluslöpp" og með einhverjar kommur en mætti í vinnu eins og fífl.  Ég er með 7.bekk í tölvutíma og þau eru svo dugleg að vinna, þessar elskur, að mér gefst alveg tóm til að rita nokkrar línur hér.

Hvítasunnuhelgina 9. -12. maí verður Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, haldin í annað sinn á Patreksfirði. Fullt af nýjum heimildamyndum verða sýndar og við bæjarbúar ættum að fjölmenna og sýna í verki hve ánægð við erum með þessa hátíð.  Ég fór á nokkrar myndir í fyrra og hefði viljað fara á fleiri, ég bara komst ekki, það var vinnuhelgi á Hlaðseyri.  Ég bauð Geir Gestssyni hjálp ef hann getur notað mig eitthvað þetta árið og vonandi notfærir hann sér það.  Það er geðveik vinna að undirbúa og halda utan um svona batterí og á Geir lof skilið fyrir þá vinnu.

En nóg í bili.

MajaKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Æææ.. ertu veik elsku dúllan mín

Alveg væri ég til í að vera á Patró um hvítasunnuna. Horfa á góðar heimildamyndir og kíkja við á Hlaðseyri, láta þig og stóru systur stjana við mig

En..ég verð í öðru landshorni um þessa helgi í leirböðum, nuddi ofl. dekri

Þóra Sigurðardóttir, 2.5.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Huurðu... ég gleymdi einu. Hvernig finnst þér leðurjakkinn sem ég er búin að velja handa  þér í Skotlandsvélhjólareiðferðina

Þóra Sigurðardóttir, 2.5.2008 kl. 23:06

3 identicon

Heyrðu, mér finnst hann fínn, en hinn er aalgjört æði!

Maja (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband